miðvikudagur, 13. maí 2009

Tveir aðalfundir

Ég var á tveimur aðalfundum félaga í dag. Fyrri fundurinn var aðalfundur Byrs sparisjóðs en hinn síðari sem var ólíkt skemmtilegri var hjá Söngfélagi Skaftfellinga. Þegar ég kom heim fékk ég að vita að meirihluti eldri stjórnar Byrs hafði náð meirihlutakjöri með litlum mun þrátt fyrir nálægt 30 milljarða tap og rekstur sjóðsins í mikilli hættu. Þetta var dramatískur fundur og auðheyrt að fólki var misboðið hvernig rekstrinum var háttað á síðasta ári. Tíu aðilum lánað 30 milljarðar króna sem búið er að afskrifa sem tapað fé. Það var mikill léttir að komast loks á síðari aðalfundinn með söngfélögunum. Vertrrstarfið hefur verið mjög gjöfult og innihaldsríkt og ekki tapast ein einasta króna úr sjóðum félagsins þrátt fyrir efnahagskrísuna. Þvert á móti er til nokkurt fé í sjóði til að mæta ófyrirséðu. Nú er vetrarstarfinu í kórnum formlega lokið og ekki tekið til við söng fyrr en á hausti komanda. Þakka félögum mínum kærlega fyrir veturinn. Kveðja.

Engin ummæli: