fimmtudagur, 14. maí 2009

The Lame Dudes.

The Lame Dudes. Í kvöld léku hinir síungu The Lame Dudes á næsta bar. Þema kvöldsins var "Blús fyrir mömmu". Enda voru a.m.k. tvær mæður hljóðfæraleikaranna mættar til að hlusta. Þeim til aðstoðar var ung söngkona Sigríður Erlingsdóttir. Hjómsveitina skipa þeir Hannes Birgir Hjálmarsson /söngvari og gítarleikari, Snorri Björn Arnarson / aðalgítarleikari, Jakob Viðar Guðmundsson / bassagítar, Kristján Kristjánsson / trommur, Pétur Stefánsson / gítar. Hljómsveitinni hefur farið mikið fram undanfarið og er virkilega góð og frumleg. Þarna var mættur sjálfur Blúskóngur Íslands Halldór Bragason til þessa hlusta á þessa ört vaxandi blúsgrúppu og vorum við sammála að þar færi vaxandi hljómsveit.

Engin ummæli: