þriðjudagur, 2. júní 2009

Dalai Lama

Dalai Lama. Við Sirrý og Sigrún fórum út í hátíðarsal Háskóla Íslands að hlíða á Dalai Lama. Þegar við komum var fullt í salnum þannig að við tókum á móti honum og fylgdarliði á ganginum og hlýddum þar á hann. Við höfum lesið bækur hans að einhverju marki, séð kvikmynd og sjónvarpsþætti um líf hans og starf og fylgst með umfjöllun um málefni Tíbets. Hernám Kínverja á Tíbet og valdníðsla og er þeim til lítils sóma. Það er mikilvægt að Kínverjar fái áframhaldandi þau skilaboð að slík framkoma verður ekki liðin. Við þekkjum það orðið við fall sovétskipulagsins að það er ekki varanlega hægt að koma í veg fyrir að frelsið sigri að lokum. Frelsi er eitt af því dýrmætasta sem sérhver einstaklingur getur öðlast. Inn á þetta kom hinn aldni leiðtogi þegar hann var spurður um líf sitt sem flóttamaður og hvar hann ætti heima - það er betra að vera frjáls þess vegna er "heima" núna á Indlandi sagði hann. Dalai Lama kom inn á mikilvægi kærleikans og þess að bjóða óvini sínum hina kinnina þegar hann slær þig. Hafa það í huga að óvinur þinn væri til síðrum og síst líka maður. Hvernig sigrast megi á reiði og ótta með jákvæðum lífsviðhorfum. Hvernig trúin sé forsenda trausts manna í milli og undirstaða siðferðis í samskiptum manna. Hann lagði áherslu á mikilvægi þess að hann væri aðeins maður, búddamúnkur og gerði létt grín að titlatogi. Óformleg samskipti manna í milli hentuðu sér betur. Styrkur sérhvers manns fælist í lítillæti hans. Dalai Lama hefur sterka útgeislun og létt sinni hans auðveldar honum að ná til viðstaddra. Kveðja. (mynd:mbl.is)

2 ummæli:

Magnús sagði...

Hvaða skilaboð finnst þér felast í því til trúlausra að það sé forsenda trausts og siðferðis að aðhyllast einhver skilgreind trúarbrögð?

Sveinn Hjörtur Hjartarson sagði...

Leita að trúnni.