miðvikudagur, 8. mars 2006


Floti Fisk Seafood.

Hér má sjá Málmey, Örvar og aðeins sést í Hegranesið. Í bagsýn má sjá Blönduhlíðarfjöllin glæsilegu. Það var iðandi mannlíf við höfnina þennan dagpart. Fallegt veður 5°C og stilla. Mun betra veður en fyrir sunnan eða á leiðinni. Einn af þremur ráðherrum sagði í inngangsorðum sínum í kokteilboði sem við voru í. "Maðurinn er undarleg skepna. Hann drekkur án þess að vera þyrstur, hann borðar þótt hann sé ekki svangur og hann talar án þess að hafa neitt að segja" Þið megið geta upp á því hver hann var. Fyrsti stafurinn er G.

Engin ummæli: