laugardagur, 25. mars 2006

Á ferð um Suðurland.


Eyjafjallajökull.

Í dag fórum við austur í Göggubústað í Skaftártungu. Þetta var dagsferð í indælis veðri, heiðskíru og stilltu en andköldu. Birtan var svo góð að við stóðumst ekki mátið og tókum nokkrar myndir á leiðinni til þess að deila með ykkur. Þessi mynd er af Eyjafjallajökli og er tekin á leiðinni í bæinn. Mikil björgunaræfing nefnd Bergrisinn var í kringum Vík í Mýrdal og austur í Skaftártungu til að æfa viðbrögð við hugsanlegu Kötlugosi. Þegar að Álftaversafleggjaranum kom vorum við stöðvuð af formanni björgunarsveitarinnar í Skaftártungu, Dóra í Ytri - Ásum og ferðir okkar skráðar. Áttum við ágætis spjall við stórbóndann.

Engin ummæli: