laugardagur, 11. mars 2006

Sitt lítið af hverju.

Við höfum bara verið að leika okkur í dag. Fórum í nokkrar búðir og keyptum ýmislegt smálegt til heimilisins ekkert merkilegt. Við fórum í þrjúkaffi til Íu og Kolla þar var m.a. rætt um lifshlaupið og hin ýmsu hlutverk á þeirri leið, barn, foreldri og síðast en ekki síst afa og ömmu hlutverkið. Vorum svo heima við en fórum á átta bíó á myndina The Indian með Antony Hopkins sem sýnd er í Háskólabíó. Þetta er hugljúf og skemmtileg mynd sem ég hvet fólk til að sjá. Þetta er enginn hryllingsmynd eins og maður á að venjast Hopkins í. Ég ætla ekki að segja ykkur frekar frá myndinni. Við urðum að ryðjast inn í kokteilpartý hjá Íslandsbanka nú Glitni til þess að kaupa miðana. Annars lítið annað í fréttum. Kveðja.

Engin ummæli: