föstudagur, 10. mars 2006

Tíðindi vikunnar.

Aftur komið föstudagskvöld. Dagarnir æða áfram einn af öðrum. Maður hefur varla undan að draga andann það er svo mikil ferð á manni. Helstu tíðindi vikunnar eru hræringarnar í efnahagsmálunum lækkun hlutabréfaverðs og lækkun sem var á gengi krónnunnar. Þetta var aðeins orðið tímaspursmál, enda hafði bæði gengið og hlutabréfin hækkað gríðarlega. Vonandi finnst fljótlega nýtt jafnvægi. Nú svo er ferðin norður í land á þriðjudaginn, fundur um sjávarútvegsmál í Þjóðmenningarhúsinu. Þetta er svona það helsta. Var í leikfimi í dag eins og flesta föstudaga. Píanótíminn minn féll niður vegna samæfingar yngri nema. Hjörtur er væntanlega farin til Danmerkur að hitta Ingibjörgu og nafna. Hef ekkert frétt af Valdimar og Stellu. Geri ráð fyrir að þau séu á fullu í sínu. Sigrún er úti á lífinu með vinkonum sínum. Helgi vinur og Ingunn hafa verið í Brasilíu það hlytur að líða að því að þau komi heim til Íslands. Af öðrum hef ég litlar fréttir. Kveðja.

Engin ummæli: