sunnudagur, 19. mars 2006

Skaftfellingamessa í Breiðholtskirkju.


Sr. Hjörtur ásamt kollegum.
(Myndir Sigrún Huld)

Í dag rann upp stóra stundin í kórstarfinu hjá Sköftunum. Skaftfelsk messa var haldin í Breiðholtskirkju með sex prestum sem á einu eða öðru stigi hafa þjónað í Vestur - Skaftafellssýslu. Sr. Hjörtur hélt predikun og stóð sig með sóma. Predikun hans fjallaði um nauðsyn þess að standa vörð um kristna trú, kristin gildi, Skilaboð Eíríks Björnssonar heitins úr Svínadal og Vestur Skaftafellssýslu, Við í Sköftunum(Söngfélag Skaftfellinga í Reykjavík) sáum um kórsöng ásamt fólki úr sóknarkórum fyrir austan. Alls voru um 220 manns við þessa messu.

Engin ummæli: