miðvikudagur, 8. mars 2006

Heimsókn á Krókinn.


Á Sauðárkróki.

Hér má sjá Örvar HU nýkominn að bryggju á Króknum. Var þar í heimsókn í gær ásamt vinnufélögum. Skoðuðum kröftuga atvinnustarfsemi FISK Seafood og vorum viðsaddir þegar opnað var nýtt fræðasetur, Verið, sem rekið verður af Hólaskóla. Þarna var margt um manninn og fróðlegt að fylgjast með þeirri útvíkkun á starfsemi skólans sem þarna er verið að fara af stað með. Hólaskóli á 900 ára afmæli í ár, það merka menningarsetur þjóðarinnar. Miklar vonir eru bundnar við framtíð þessa fræðaseturs og frekari uppbyggingu þess. Gaman að skynja þann kraft og þann metnað sem heimamenn hafa gagnvart sínu héraði. Kaupfélagið er öflugt í sjávarútveginum á staðnum. Þetta er eini staðurinn á landinu fyrir utan Fáskrúðsfjörð þar sem kaupfélagið er enn virki aðilinn í sjávarútvegsstarfseminni. Hitti marga þarna þ.a.m. Steina frænda (Þorsteinn Sæmundsson) Sirrýjar. Annars lítið í fréttum héðan. Kveðja.

Engin ummæli: