föstudagur, 24. mars 2006

Bjórkvöld.


Í kvöld var hið árlega bjórkvöld okkar leikfimisfélaganna í AGGF. Það var búið að vera eftirvænting í loftinu. Á síðsta ári lentu menn á miklu skralli, sem varð skemmtiefni í næstu leikfimitímum á eftir. Ég missti því miður af því, þannig að nú var ég mættur til þess að verða þátttakandi í nýju skralli. Það varð hinsvegar ekkert skrall. Þetta var prúðmannlegt bjórkvöld, sem endaði upp úr klukkan átta. Ég var kominn heim um hálf níuleitið. Maður var pínulítið spældur vegna þess að ég frestaði píanótíma í dag og fór slappur í leikfimi í dag til þess að vera gjaldgengur á björkvöldið. Heyrðum í Hirti í Svíþjóð. Þau eru búin að fá nýja bílinn og eru mjög ánægð með þessa kerru, VW Passat turbó. Nú geta þau keyrt um nágrannahéruðin og farið hvert sem hugurinn girnist. Höfum heyrt í Birni í Afríku hann er núna kominn í góðan gír eftir nokkur veikindi. Við erum að fara til Frakklands í byrjun apríl og hlakkar mikið til. Mikið að gera í kennslu og vinnu. Jæja hef þetta ekki lengra. Kveðja.

Engin ummæli: