sunnudagur, 5. mars 2006

Bækur og diskar.

Við Brekkutúnsbúar höfum verið upptekin í vinnutengdum verkefnum í dag og að hluta í gær. Hingað komu Valdimar og Stella í gærkvöldi og Sunna og Björn litu við í morgun. Við litum við hjá Hildu, Magga og Völu Birnu í gær. Fórum á bókamarkaðinn í gær og á danska daga í Hagkaupum. En enduðum á því að kaupa mest íslenskar vörur. Það eru CD diskar á útsölu í Hagkaupum sem kosta 99 kr. stk. Stóðst ekki mátið að næla mér í nokkra enda lög við skemmtileg ljóð eftir Þórarinn Eldjárn samin og útsett af Jóhanni G Jóhannsyni kapellmeistara. Við erum sem sé vel birg af bókafróðleik og músik. Af Hirti, Ingibjörgu og nafna er það helst að frétta að nafni og Ingibjörg eru í Danmörku að heimsækja Karínu systur Ingibjargar og Hjörtur var í Hässleholm að kaupa íslenkan fisk og kjöt. Í kvöld fórum í mat til Björns og hittum þar Hildu, Magga og Völu Birnu. Síðar komu þangað Valdimar og Stella. Aðrar fréttir hef ég nú ekki tiltækar. Jæja hef þetta ekki lengra í bili. Kveðja.

Engin ummæli: