þriðjudagur, 12. maí 2009

Enn ein Eurovision keppnin

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir. Einu sinni enn situr maður og horfir á Eurovision í sjónvarpinu og býður eftir að Ísland "meiki" það núna. Að vísu er þetta aðeins forkeppnin þannig að við eigum eftir að komast inn í aðalkeppnina. Lagið sem við keppum með er væminn ástaróður sunginn af ungri stúlku, Jóhönnu Guðrúnu. Lagið sem ég hélt með hérna heima vann ekki einu sinni en það var lagið hans Heimis Sindrasonar, The kiss we never kissed afskaplega falleg ballaða. Sænska lagið er soldið mikið flott, en ég veit ekki hvort það gengur í fjöldann. Sjáum til. -- Já og við fórum áfram sem ein af 10 þjóðum í þessum riðli - auðvitað. Áfram Ísland. (mynd:mbl.is vefur)

2 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Til hamingju með bloggafmælið!
Á mínu heimili er haldið stíft með Jóhönnu og Alexander hinum norska. En það er heimasætan (11 ára) sem sér um þá deild fyrir hönd okkar hinna :-)

Nafnlaus sagði...

5Þakka þér:-) Þetta var flott hjá stelpunni "okkar". Sýndi mikinn karakter í flutningi. Ég verð að velja mér einhvern annan í næstu umferð fyrst Svíinn komst inn. Svíar leggja gríðarlega mikið upp úr þessari keppni og þetta er stórviðburður hjá þeim á hverju ári eins og okkur. Skoða þennan Norðmann aðeins betur. Kveðja.