sunnudagur, 26. október 2008

Heimboð að Tröð

Helgarferðin austur í Tröð í Hestlandi var yndisleg. Við vorum fimm úr Engihjallagenginu sem komum saman. Það vantaði Kolla en hann var veðurteptur norður í landi.Við fórum austur fyrir fjall eftir að hafa komið við hjá Þórunni Ingibjörgu sem var að útskrifast úr HÍ sem þroskaþjálfi. Við áttum mjög góða kvöldstund í gær og vorum að spjalla langt fram eftir nóttu. Við Sirrý gistum í litla gestahúsinu -litlu Tröð sem Gulla og Biggi byggðu fyrst. Þar var hlýtt og notalegt þótt stríður vindur blési um nóttina. Eftir hádegið fórum við svo aftur í bæinn.

Engin ummæli: