mánudagur, 6. október 2008

Viðsjárverðir tímar.

Það eru viðsjárverðir tímar í efnahagslífinu hér og víða um heim. Það er óhætt að segja að í dag hafi kreppan skollið yfir okkur af fullum krafti. Óvissan um framhaldið er enn mikil og vafalaust margt sem ekki er komið fram enn. Margir hafa orðið og munu verða fyrir fjárhagslegum áföllum. Við verðum að ætla að takast megi að vinda bug á þessum ósköpum. Nú gildir að taka einn dag í einu og missa ekki móðinn. Standa saman eins og í öllum áföllum. Okkur leggst vonandi eitthvað gott til. Kveðja.

Engin ummæli: