mánudagur, 13. október 2008

Eitt vor enn

Ég las aftur ljóðabókina hans Gylfa Gröndals heitins rótarýfélaga, Eitt vor enn. Síðasta ljóðið í bókinni er svona:

Þótt æ fleiri
feiknstafir séu ristir
í galdur tilverunnar

eins og fífa í mýri
grær enn mitt fallvalta vonarhró

og biður um kraftaverk.

Ég tel það mikil forréttindi að hafa kynnst þessum rótarýfélaga og við mörg tækifæri fengið að njóta upplestra hans úr verkum sínum þau ár sem við vorum saman í Rótarýklúbbi Kópavogs. Ég hvet ykkur til að lesa þessa ljóðabók því hún er mögnuð. Ég þjónaði sem ritari í forsetatíð hans í klúbbnum okkar. Nálgast má mynd af stjórninni hér. Kveðja

Engin ummæli: