föstudagur, 3. október 2008

Sjávarútvegssýningin 2008

Logo sjávarútvegssýningarinnar. Ég var í Smáranum á Sjávarútvegssýningunni í dagslok. Það var sérstök stemning þarna. Efnahagsmálin voru á vörum allra þeirra sem ég hitti. Þetta var nær því að vera á ráðstefnu um kreppuna miklu en ekki sýningu um það sem er helst á döfinni í sjávarútveginum. Niðurstaða allra var að nú væri mikilvægt að halda sjó og fara ekki á taugum. Nú verðum við að treysta því að þeir sem vinna að lausn þess vanda sem við er að etja nái vopnum sínum og takast megi að vinna fram úr þeim alvarlega vanda sem við er að etja. Skuldirnar eru miklar en það eru eignir á móti og framtíðarhorfur góðar. Við verðum að vona að þær dugi til að róa lánadrottna okkar.

Engin ummæli: