laugardagur, 25. október 2008

IMF aðstoð og fleira

Þá er búið að tilkynna um að leitað verði aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF). Vonandi verður það til þess að greiða úr efnahagsmálum okkar og koma flæði gjaldeyris til og frá landinum í lag. Ég held við verðum fljót að vinna okkur út úr þessum vandræðum. Ísland er lítið hagkerfi, sveigjanlegt og með stuttum boðleiðum. Grunnstoðir þjóðfélagsins eru sterkar og vonandi kemst bankakerfið fljótt í gang og nú á heilbrigðari grunni. Var á fundi í Útvegsmanafélagi Reykjavíkur í gær. Í kvöld er útskriftarveisla hjá Þórunni systur sem er orðinn þroskaþjálfi. Síðan förum við í sumarbústað austur í Grímsnesi að heimsækja Bigga og Gullu. Hér voru í gærkvöldi vinnufélagar Sirrýjar í heimsókn. Þetta er það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: