miðvikudagur, 22. október 2008

Snúast að nýju

Maður hefur það á tilfinningunni að greiðsluflæðið til og frá landinu sé aðeins farið að snúast að nýju. Stóra frétt dagsins var að Bretar afléttu hryðjuverkalögunum af Landsbankanum. Hef verið á tveimur útvegsmannafundum í vikunni. Annar var í Stykkishólmi á mánudaginn og hinn var í Hafnarfirði í kvöld.Sá þriðji og síðasti verður í Reykjavík á föstudaginn. Annars mest lítið í fréttum. Það er búið að vera vetrarlegt úti í dag enda langt liðið á október og ekki við öðru að búast. Hundurinn Sunna hefur verið hér í heimsókn undanfarna daga. Maður vaknar snemma til þess að fara með hana í sína venjulegu göngutúra. Í gær fórum við í afmæli Stefaníu systur. Þetta er það helsta. Kveðja.

Engin ummæli: