þriðjudagur, 28. október 2008

Söngæfing

Tenórinn (Kristinn Kjartansson tenór tók myndina). Það er fátt betra á dimmu kvöldi en að skjótast á söngæfingu og stemma röddina við raddir kórfélaganna og glíma við það að ná samhljómi fjögurra raddsviða í fallegu lagi. Á söngæfingunni hreinsar maður hugann af veraldaramstrinu,leitar á náðir sönggyðjunnar, hvílir sig í skjóli hennar og safnar krafti til að leysa verkefni framundan. Ef til vill svolítið hástemmt en orðræða um tónlist krefst einlægni til þess að fegurð hljómfallsins skili sér. Við byrjuðum að æfa jólalögin í kvöld. Það segir okkur betur en margt annað hvað tíminn líður hratt og hvar við erum stödd í dagatalinu. Kveðja

Engin ummæli: