sunnudagur, 12. október 2008

Ekvadorsýning

Við fórum á Ekvadorsýninguna í Gerðarsafni í dag enda voru það síðustu forvöð. Áhugaverð menningarbrot frá þessum heimshluta. Mikið um leirmuni, kirkjumuni, myndlist og skartmuni. Í Náttúrufræðisafninu var saman skroppinn haus af töframanni frá Ekvador. Hughrifin af að skoða sýninguna voru um margt lík því sem maður kynntist í heimsókn til Lima í Perú árið 1992 - samofin spænsk/kristin áhrif við menningarheim þeirra þjóðflokka sem byggt hafa S - Ameríku um aldir alda. Annars hefur þetta verið vina- og fjölskyldudagur. Mál málanna er enn fjármálakreppan og hvernig tekst til við að vinna úr henni. Kveðja.

Engin ummæli: