laugardagur, 18. október 2008

Bullað út í eitt.

,,Myndlistin og tónlistin höfðu þar með vinningin yfir ljóðið." Ég rakst á þessa setningu í listaverkabók um verk Leonardo da Vincis í dag þar sem verið var að lofa karlinn fyrir fullkomnun í myndlist sinni. Lesa mætti fleira en einn ákveðin boðskap úr myndum hans og var þá verið að fjalla um frægasta málverk allra tíma hina einu sönnu Mónu Lísu. Eins væri með tónlistina úr henni mætti lesa margt úr tónaflóðinu.Svona geta fræðingar bullað út í eitt og látið prenta á glanspappír. Eins og í ljóði geti ekki falist fleira en einn boðskapur. Auðvitað getur falist í ljóði margvíslegur boðskapur. Ég neita því ekki að í fyrstu fannst mér gaman að lesa þetta því ég er meira fyrir myndmál og lag. En þetta er bara eins og hvert annað bull að fullyrða um þetta.

Engin ummæli: