miðvikudagur, 29. október 2008

Kúnstin að hlusta

Það eru margir sem hlusta sjaldan heldur trana sér fram og tala í síbylju á mannamótum. Þessir aðilar hafa svo gaman af að heyra eigin rödd að þeir eiga erfitt með að stilla sig. Það þarf kunnáttu og hæfileika til þess að geta verið góður hlustandi, ef enginn væri hlustandinn væri ekki þörf fyrir flytjanda. Sá sem hlustar á auðveldara með að taka yfirvegaða ákvörðun. Því miður held ég að skólarnir kenni ekki nemendum þá kúnst að hlusta nógsamlega. Okkur væri ef til vill betur komið hér á landi ef við hefðum hlustað eftir varnaðarorðum á síðustu árum. Kveðja.

Engin ummæli: