miðvikudagur, 8. október 2008

Standa sig vel

Geir H Haarde og Björgvin G Sigurðsson
Forsætisráðherra stóð sig mjög vel á blaðamannafundinum kl. 16.00 í dag þegar hann fór yfir stöðu efnahagsmála vegna fjármálakrísunnar. Það sama á við um viðskiptaráðherra. Þeir voru fumlausir og augljóslega komnir með góða yfirsýn yfir gang mála. Það sem skiptir öllu við svona aðstæður er að fólk finni að þeir sem stjórni ferðinni séu sannfærðir um að þeir séu á rétti leið. Það er mikill fengur að sá sem stýrir málum býr yfir gríðarlegri þekkingu á efnahagsmálum og reynslu sem nýtist vel við þessar aðstæður. Gengur ákveðinn til verks og er trúverðugur. Forgangsatriðin liggja ljós fyrir. Fyrst koma hagsmunir þjóðarinnar, svo verður lögð áhersla á að bjarga þeim fjárhagslegu verðmætum sem hægt er að bjarga. Kveðja.

Engin ummæli: