fimmtudagur, 9. október 2008

Verndum okkar

Það var sárt að lesa um dapurleg örlög Kaupþings banka í morgun og að breska stjórnin hefði beitt hryðjuverkarlögum okkar menn. Ég vil samt leyfa mér að vera bjartsýnn á framtíðina. Verkefnið verður að byggja upp nýtt bankakerfi sem getur þjónað landsmönnum af öryggi til langrar framtíðar. Maður má ekki láta vandamál líðandi stundar heltaka sig. Við verðum gæta að þeim sem eiga erfitt og fá þau til að horfa til nýrrar framtíðar. Þetta er sameiginlegt verkefni sem við stöndum frammi fyrir og við munum sigrast á því. Kveðja.

Engin ummæli: