fimmtudagur, 16. október 2008

Vinarkveðja

Manni hlýnar um hjartarætur þegar maður fær hvatningu frá kunningjum vegna erfiðra aðstæðna okkar. Í dag fékk ég kveðju frá norskum kollega sem sagði að við værum harðduglegt fólk sem mundi vinna sig í gegnum það tímabil sem nú færi í hönd. Ég trúi því líka. Það skiptir mestu að koma greiðsluflæði fjármagns til og frá landinu í lag. Það er númer eitt, tvö og þrjú í efnahagsmálum. Hryðjuverkalög Browns hafa gert okkur það erfiðara vegna þess að greiðslur í útlöndum fara í gegnum London og við eigum svo mikil viðskipti við Breta. Nú þurfum við á öllum vinveittum öflum til þess að greiða úr þessu vandamáli. Kveðja.

Engin ummæli: