sunnudagur, 5. október 2008

Helgin

Á föstudagskvöldið var okkur boðið í lokahóf Sjávarútvegssýningarinnar sem haldið var undir stúkuvæng Laugardalsvallarins. Þarna var margt um manninn örugglega yfir 300 manns. Þetta svæði er 100 metra gangur. Maturinn var góður - lamb í aðalrétt og vínið gott frá Jacobs Creek frá Ástralíu. Í gærdag fórum við í skírn Helgu Adlu. Sú litla var sem sé skírð í höfuðið á Helga móðurafa sínum. Adla er líbanískt nafn í höfuðið á föðurömmu hennar. Nú í dag hefur maður annars verið í vinnunni. Kveðja.

Engin ummæli: