laugardagur, 11. október 2008

Laugardagur til lukku

Það er gott að búið er að ná samningum við Hollendinga og fréttir berast af góðum gangi í viðræðum við Breta líka varðandi innstæðureikninga fólks í viðkomandi löndum. Vonandi verður helgin drjúg og gjaldeyrisviðskipti í landinu komin í samt lag eftir helgi. Það er mikilvægt að starfsemi í landinu verði ekki fyrir miklum áfölluum til viðbótar vegna ástandsins á fjármálamörkuðum. Ég hef fulla trú á að þeir sem stjórna ferðinni nái farsælli lendingu fyrir þjóðina. Við munum sjá það eftir helgina hvort þessi alþjóðlega kreppa eigi enn eftir að versna. Það ræðst af því hvort fundarhöld G7 ríkjanna bera einhvern árangur nú um helgina. Það gæti dregið til frekari tíðinda á alþjóðavettvangi en það veit það enginn. Kveðja.

Engin ummæli: