fimmtudagur, 2. október 2008

Sjávarútvegssýning við erfiðar aðstæður.

Endaði daginn á því að fara í Turninn í Kópavogi og vera viðstaddur verðlaunaafhendingu í tengslum við Sjávarútvegssýninguna í Kópavogi sem stendur þessa dagana. Kristján Ragnarsson fékk heiðursverðlaun fyrir framúrskarandi framlag til sjávarútvegsins og Bergur Huginn hf í Vestmannaeyjum var valinn framsæknasta útgerðin. Annars hefur mikið af deginum farið í að fyljgast með hremmingum á fjármálamarkaði og ræða við fólk um stöðu mála. Eins og einn viðmælenda orðaði það: "Nú er fárviðri í efnahagslífinu. Það þýðir ekkert annað en halda sig inni við og bíða þess að þessu fárviðri sloti. Þá er fyrst hægt að fara og meta tjónið. Það er of seint að ætla sér að binda og festa hluti úti við núna. Það er of hættulegt að vera útivið."

Engin ummæli: