mánudagur, 23. mars 2009

Dú jú spík inglish......

Ég var að hugsa um að splæsa í þvott á bílnum á þvottastöð sem var búið að mæla með við mig. Þegar ég kom á staðinn var enginn sem talaði íslensku. Boðið var upp á ensku en hún greiddi ekkert fyrir viðskiptunum. Niðurstaðan varð sú að ég ákvað að þvo bílinn sjálfur við betra tækifæri eða leita síðar eftir viðskiptum þar sem ég get notað mitt ástkæra ylhýra móðurmál. Það er ekki að ég hefði eitthvað á móti blessuðum mönnunum heldur hitt að þeir gátu ekki skýrt út fyrir mér hvað fælist í þvotti sem kostaði 9500.- Nú þeir gátu heldur ekki upplýst mig um hvenær þeir ættu lausan tíma. Einu sinni urðu öll fyrirtæki að vera með íslensku nafni og þótt sumum nóg um. Núna þurfa starfsmennirnir ekki einu sinni að kunna íslensku. Á sama tíma les maður fréttir í blöðum um að Nafnanefnd sé að rífast um hvort skrifa beri Skallagrímur eða svona: Skalla - Grímur. Kommon sko!

Engin ummæli: