föstudagur, 27. mars 2009

Landsfundurinn í Laugardalshöllinni.

Ég var mættur á landsfund Sjálfstæðisflokksins í dag ásamt 1900 fulltrúum en þessa fundi hef ég sótt samfleytt í meira en aldarfjórðung. Þegar maður lítur yfir hóp fulltrúa dettur manni fyrst í hug hversu mörg ný andlit eru til staðar. Þarna eru einnig margir gamlir kunningjar. Hvað gera menn á landsfundi spurði tannlæknirinn minn í dag. Hann hefur aldrei sótt slíka fundi samt er hann með stofuna í Valhöll. Nú til þess að sýna sig og sjá aðra svaraði ég um hæl. Það er gríðarlega mikil vinna sem liggur á bak við það að skipuleggja fund af þessari stærðargráðu. Ég hef varið töluverðum tíma undanfarna mánuði að fara í gegnum málefnavinnu nefnda um sjávarútvegsmál, evrópumál, endurreisnarmál atvinnulífsins, umhverfis- og auðlindamál.Ég hélt reyndar að svo virkri þátttöku af minni hendi væri lokið í stórum dráttum en svo lætur maður til leiðast þegar tækifærið gefst. Áhugi á pólitík virðist vera í blóðinu á sumu fólki. Nóg í bili.

Engin ummæli: