laugardagur, 21. mars 2009

Langur laugardagur

On the road again.
Þá er nú farið að styttst í annan endan á þessum langa laugardegi. Einhverra hluta vegna koma vestfirsk áhrif fram í tungutaki mínu þegar ég ber þessi tvö ell orð fram - ég segi alltaf laaangur upp á vestfirskuna. Deginum var eytt framan af með Skaftfellingum en ekki Vestfirðingum eða öllu heldur með söngfélögum í Söngfélagi Skaftfellinga. Við æfðum fjölmörg lög sem verða á vorprógrammi kórsins. Haldið verður í árlega söngferð föstudaginn 18. apríl og nú verður haldið í vesturátt og Stykkishólmur og Grundarfjörður heimsóttir. Þá vitið þið hvað er langur laugardagur. Það eru þessir dagar á vetrinum þegar kórinn æfir heilan laugardag. Fyrst þegar ég byrjaði í kórnum hélt ég að þetta væru þeir dagar sem kórinn færi að syngja á Laugarveginum. Skyldi eiginlega ekki þessa þörf kórfélaganna að vera syngja þar og mætti aldrei. Þessi misskilningur minn var svo leiðréttur af velviljuðum kórfélögum af skaftfellskri hæversku. En ég gat lesið úr svipnum: Mikill hábölvaður grasasni getur þessi maður verið. Eftir sameiginlegan hádegismat með kórnum stakk ég af og sótti einkadótturina á Keflavíkurflugvöll, en hún var að koma frá Kaupmannahöfn via Jönköping og Kristianstad í Svíþjóð eftir að hafa fylgt móður sinni til Jönköping. En bróðir og fjölskylda búa í K-stad.

Engin ummæli: