þriðjudagur, 3. mars 2009

Hugurinn fyrir vestan

Hugurinn er hjá Vestfirðingum sem bíða þess nú að ofankomunni létti og hættan af snjóflóði líði hjá. Var annars að koma af söngæfingu með Sköftunum. Alltaf gott að syngja í lok dags fyrir svefninn. Við erum að æfa þrjú prógrömm. Í fyrsta lagi fyrir Skaftfellingamessu 15. mars. Söngferðalag á Snæfellsnes í apríl og svo fyrir lokatónleika í maí. Kveðja.

1 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Ég fæ merkilega mikla ,,heimþrá" vestur í svona veðri. Samt er ég frekar veðurhrædd.