sunnudagur, 29. mars 2009

Leitið að hinu jákvæða...

Þessi fyrirsögn er það sem situr í minni mínu eftir daginn. Ummælin viðhafði félagi minn vestan af fjörðum vegna ámæla gærdagsins um framlag okkar í nefnd um endurreisn atvinnulífsins. Ámælin verða væntanlega til þess að fleiri skoða þessa bók, sem stór hópur lagði töluverða vinnu í og þá er tilganginum náð. Augljóslega hafa orðið kynslóðaskipti í forustu Sjálfstæðisflokksins við kjör Bjarna Beneditkssonar í embætti formanns. Vonandi gagnast það okkur vel en við skulum ekki falla í nýja æskudýrkun vegna þess. Við megum ekki gleyma því að þá fyrst lærir fólk að það lendi í erfiðleikum og þarf með öllum tiltækum ráðum að krafla sig út úr þeim. Fólk með slíkan bakrunn er mikilvægt í okkar þjóðfélagi í dag. Það verða slíkir sem koma munu okkur út úr núverandi vandræðum. Eftir landsfundinn fór ég í fermingaveislu til ungrar stúlku sem heitir Sigrún Eva. Brosandi og sæt mætti hún gestum nýbúin að játast kristinni trú. Þarna var margt frændfólk mitt saman komið til fagna með Sigrúnu Evu. Það minnti mig á það að sterk fjölskyldu- og vinabönd eru grunnurinn í tilveru sérhvers einstaklings. Kveðja

Engin ummæli: