fimmtudagur, 18. september 2008

Krónan gerð ótrúverðug


Haft var eftir Davíð Oddsyni seðlabankastjóra í Mbl í dag að atlagan að krónunni væri afskaplega ógæfuleg og óskiljanleg í rauninni og menn ættu ekki að leyfa sér hana um þessar mundir. Á leiðinni heim úr vinnu hlustaði ég á sjálfan viðskiptaráðherra Björgvin G Sigurðsson tjá sig um efnahagsmálin. Ég hjó eftir því að hann nefndi krónuna sem "minnsta gjaldmiðil í heimi". Þeir sem vilja gera hana ótrúverðuga nota oft þessi rök til að grafa undan krónunni. Er þessi fullyrðing ráðherrans rétt? Er það svo að krónan er minnsti gjaldmiðill í heimi? Hvernig metur hann það? Hvaða forsendur liggja að baki þessari fullyrðingu mannsins? Eins og svo oft er svona fullyrðingum haldið á lofti án þess að fyrir því séu færð frekari rök. Samkvæmt Alþjóðagjaldeyrissjóðnum er Ísland mælt í vergri landsframleiðslu(GDP) í 92 sæti af 179 löndum (sjá hér). Verg landsframleiðsla er algengasti mælikvarði á stærð hagkerfa. Með öðrum orðum íslenska krónu hagkerfið er um miðbik meðal þjóða heimsins. Á þessari heimaslóð hér má nálgast lista yfir gjaldmiðla heimsins. Eins og ráðherrann mun komast að ef hann á annað borð nennir að kynna sér málið mun hann sjá að það að í minni hagkerfum en á Íslandi eru notaðir sjálfstæðir gjaldmiðlar. Það er lágmarkskrafa að viðskiptaráherra landsins sé með þetta á hreinu. Það væri nú lag fyrir seðlabankastjóra eða einhvern í Seðlabankanum að banka uppá hjá honum og fara yfir málið.

Engin ummæli: