sunnudagur, 14. september 2008

Rok og rigning -eirðarleysi.

Ég hef aldrei séð sjarman við það að komast vart milli húsa vegna rigningar - já og roks. Það hefur verið stanslaus rigning síðan ég kom í bæinn í gær. Vil ekki að veðrið segi mér hvenær ég eigi að lesa bók, liggja í rúminu, kveikja á kerti, drekka kakó, sleppa því að fara í bakaríð, fara ekki í sund, spara bensínið, gera eitthvað, fara eitthvað, hanga í tölvunni. Best að hætta því líka það hefur stytt upp. Svona er eirðarleysi mitt. Kveðja.

ps. Það kom þessi fallegi regnbogi yfir Fossvoginn. En nú er ég hættur.

Engin ummæli: