sunnudagur, 14. september 2008

Mugison og Villi Valla

Fór í bæinn í dag og keypti mér vestfirska tónlist. Það þýðir víst lítið að lofa Ísafjörð og hafa ekki heyrt það nýjasta. Keypti í Tólf tónum, fyrstu plötuna hans Mugison Lonely mountain. Ég þarf nú að hlusta nokkrum sinnum á hana áður en ég næ honum. Svo keypti ég mér plötuna hans Villi Valla sem hún Lauga spilaði fyrir mig um daginn. Þessi plata er náttúrlega vestfirskur menningarviðburður sem allir innvígðir verða að eignast.

Engin ummæli: