laugardagur, 6. september 2008

Brottfarir og komur

Það er helst í fréttum að Sirrý fór til Kaupmannahafnar í vikunni og verður þar næstu viku. Hjörtur Ingibjörg og strákarnir eru hjá henni um helgina. Foreldrar mínir komu frá Mallorka í vikunni ásamt Þórunni systur. Nú þær mæðgurnar komu úr Minniapolis ferðinni í vikunni eftir góða daga þar í borg. Að vísu sögðu þær að ekki hefði verið þverfótandi fyrir republikönum sem voru að fara á þing sitt í St.Paul að hilla sinn mann, McCain. Hef verið að mestu heima í dag heimsótti þó foreldrana sem voru við jarðarför biskupsins. Fylgdist með jarðarför Herra Sigurbjörns Einarssonar biskups eins og væntanlega stór hluti þjóðarinnar. Blessuð sé minning þessa merka kennimanns. Nú ég er að fara í Iðuna á morgun svona dagsferð. Þetta er það helsta héðan. Kveðja.

Engin ummæli: