miðvikudagur, 24. september 2008

Í minningu Elínar Þorsteinsdóttur

Ella og Sirrý Í dag var jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík móðursystir Sirrýjar Elín Þorsteinsdóttir. Hún var ættuð frá Vík í Mýrdal. Elín eða Ella frænka eins og við köllum hana jafnan var var einstök manneskja. Hógvær og hlý kona sem aldrei skipti skapi þótt alltaf sýndi hún staðfestu og virðuleika. Ella var einlægur jafnaðarmaður og fylgdi Alþýðuflokknum að málum alla tíð. Hún og Sæmundur eiginmaður hennar voru mikið útivistarfólk. Á hverju sumri var farið vítt og breytt í ferðalög um óbyggðir Íslands. Eftirminnilegar eru fjölmargar heimsóknir til þeirra í gegnum árin á Hringbrautina við ýmis tækifæri og í fjölskylduboð. Alltaf var glatt á hjalla í slíkum boðum og mikið spilað og sungið þegar færi gafst. Sæmi dró fram gítarinn og svo var sungið og spilað. Sirrý og Ella voru miklar frænkur og nánar. Sirrý var í vist hjá frænku sinni á sínum yngri árum og tengdist frændsystkinum sínum þeim Margréti Þóru, Ragnheiði Halldóru og Þorsteini nánum böndum. Hún átti ávallt athvarf hjá Ellu frænku. Blessuð sé minning þessarar mætu konu.

Engin ummæli: