miðvikudagur, 10. september 2008

Söngæfingar að nýju.

Sköngfélag Skaftfellinga. (Mynd KK)Fór á fyrstu söngæfingu vetrarins í gærkvöldi. Vel mætt og hugur í fólki. Þá má segja að vetrarverkefnin séu öll hafin. Maður var svolítið stirður eins og gefur að skilja eftir svona langa pásu, en það stendur allt til bóta. Alls voru mættir tuttugu og átta félagar. Það mega ekki vera mikið færri en þetta til þess að samhljómurinn í kórnum verði þokkalegur. Þannig að það er örugglega pláss fyrir fleiri raddir ef einhverjir hafa áhuga. Þetta er mjög góð afþreying fyrir fólk að syngja svona saman, ef það hefur á annað borð gaman af söng. Kveðja.

Engin ummæli: