laugardagur, 20. september 2008

Í góðan bíltúr

Reynisdrangar.
Helgi vinur segir að ég sé eini maðurinn sem hann þekki sem nenni að fara í 500 km bíltúra. Hann er eini maðurinn sem ég þekki sem nennir að fara 6000 km vikuferð í sumarbústað og millilenda í Amsterdam. Í þessum dúr var spjall okkar þar sem ég var á miðjum Mýrdalssandi og hann að renna í hlað í Commesssey í Burgundy. Jæja við skruppum þrjú í ferð austur í Skaftártungu í dag. Stoppuðum aðeins í Vík og tókum eina af dröngunum því til staðfestingar.
Sumarhúsið. Það er engin lygi að veðrið getur verið ansi gott austan sands þótt það sé ekkert til að hrópa húrra fyrir vestan sands. Haustlitirnir eru áberandi. Við áttum þarna góða stund í fínu veðri og svo var haldið af stað heim á leið enda spáin ekkert sérstök.
Í Landeyjum. Svona var nú skýjafarið á leiðinni til Reykjavíkur í dag. Hér má sjá sólina brjótast eitt augnablik í gegnum skýjaþykknið. Fremur kuldalegt svo ekki sé sterkara að orði kveðið. Kveðja.

Engin ummæli: