laugardagur, 27. september 2008

Grænmetismarkaðurinn í Mosfellsdal

Markaðstorgið. Við fórum á Grænmetismarkaðinn upp í Mosfellsdal í dag. Keyptum fullt af fersku grænmeti og Þingvallavatnsmurtu. Í kaupbæti var okkur boðið í þessa fínu grænmetissúpu með heimabökuðu brauði. Þetta var mjög góð súpa og saðsöm. Þetta var síðasti markaðsdagurinn á þessu sumri og í tilefni af því var boðið upp á súpuna. Síðan fórum við í Húsasmiðjuna þar sem við keyptum tvo stóra og þunga skjaldbökupotta. Samkvæmt japanskri þjóðtrú á það að vera svo gott að vera með skjaldbökur í garðinum sínum. Vonandi gildir það líka um svona skjaldbökupotta. Horfði aðeins á brot úr kappræðum bandarísku forsetaframbjóðendanna. Sá gamli stóð betur að mínu mati. Obama var eitthvað óöruggur í þetta skipti. Enn rúlla þeir á hausinn bandarísku bankarnir nú var það Wa Mu sparisjóðurinn. Stærsta gjaldþrot til þessa í fjármálageiranum í USA. Svona fréttir teljast orðið til daglegra viðburða. Kveðja.

Engin ummæli: