þriðjudagur, 16. september 2008

Haustregnið lemur glugga.

Það rignir og það er rok. Fyrsta alvöru haustlægðin gengur nú yfir á suðvestur horninu. Ég fór bæði á rótarýfund í dag þar sem kynnt var starfsemi Molans, sem er menningarhús fyrir ungmenni í Kópavogi. Í kvöld skellti ég mér líka á söngæfingu hjá Sköftunum. Lag kvöldsins var: Það vex eitt blóm fyrir vestan, og vornóttin mild og hljóð, kemur á ljósum klæðum og kveður því vögguljóð, kemur og kveður því ljóð. Ég ann þessu eina blómi, sem aldrei ég fékk að sjá. Og þangað horfir minn hugur í hljóðri og einmanna þrá, hljóðri og einmanna þrá. Því geng ég fár og fölur með framandi jörð við il. Það vex eitt blóm fyrir vestan og veit ekki að ég er til, veit ekki að ég er til. Það fer vel á því að verma sér við minningu liðinnar helgar og syngja þennan texta eftir Stein Steinarr. Þetta er svona það helsta. Sirrý kom heim frá Kaupmannahöfn í gær eftir dvöl í Danmörku. Kveðja.

Engin ummæli: