föstudagur, 13. mars 2009

Flott sýning Katý


Katý Við Sirrý enduðum vinnudaginn á því að fara á útskriftarsýningu Katrínar Jóhannesdóttur í Kraum í Aðalstræti - gamla fógetahúsinu elsta húsi Reykjavíkur. Hvet ykkur öll til þess að skoða prjónlesið hennar sem þar gefur að líta. Þarna var fjölskylda hennar og vinir ásamt öðrum gestum. Ég hef ekki mikið vit á prjónlesi en eftir stutta viðkomu á sýningunni gerði ég mér grein fyrir að mikla hugsun, þekkingu, verkvit, smekkvísi og síðast en ekki síst dugnað þarf til að vinna þær flíkur sem þarna voru til sýnis. Þessi þjóð þarf ekki að örvænta um framtíð sína eigandi svo glæsilegt og velmenntað ungt fóllk sem er tilbúið að leggja mikið á sig. Ég hvet lesendur til að fara inn á heimasíðu Katrínar sem hægt er að skoða með því að smella hér. Til hamingju með þetta Katý.

3 ummæli:

Harpa Jónsdóttir sagði...

Ég þarf endilega að tékka á þessu!

Sveinn Hjörtur Hjartarson sagði...

Það er vel þess virði.

Sveinn Hjörtur Hjartarson sagði...

Gleymdi að bæta því við Harpa að ég var einmitt með þig í huga þegar ég skrifaði þetta.